Tenglar

24. apríl 2010 |

Dýrafjarðargöngum seinkar en ekki slegin af

Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller samgönguráðherra segir það misskilning sem fram hafi komið, að Dýrafjarðargöng hafi verið slegin af. Hið rétta sé að þeim hafi verið seinkað eins og mörgum öðrum verkum vegna niðurskurðar á fjármagni til vegagerðar á næstu árum. Þetta kemur fram í grein sem ráðherra sendi í gær til birtingar á vefmiðlinum bb.is á Ísafirði. Þar segir að vegna mikils niðurskurðar hafi þurft að raða á ný og nefnir hann einnig að vegna mikilla hækkana á verkefnum sem þegar er unnið að hafi þurft að veita meira fjármagni í þau. Það þýði einfaldlega að verkefni færist aftar.

 

,,Engin verk hafa verið slegin út af áætlun en verk færast aftar vegna ofanritaðs. Þetta á við um öll verk, jafnt Dýrafjarðargöng sem og önnur mikilvæg verk um land allt. Allar ályktanir, t.d. Fjórðungssambands Vestfirðinga, sveitarstjórna og skoðanir sveitarstjórnarmanna, hafa verið í þá átt að leggja höfuðáherslu á framkvæmdir á sunnanverðum Vestfjörðum og er það gert í þessari áætlun“, segir ráðherra í grein sinni og ítrekar að áfram verði unnið að þeim verkefnum.


Sem andsvar segir Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. þingmaður á mbl.is í dag: „Það er hvergi meiri niðurskurður á áformum um vegaumbætur en á þessum kafla frá Bjarkalundi að Þingeyri. Bæði eru Dýrafjarðargöngin slegin af og engir nýir fjármunir veittir til vegamála á Vestjörðum. Það er alveg ljóst að verið er að slá Dýrafjarðargöngin af“, segir Kristinn.
 

Grein Kristjáns L. Möller í heild

 

Sjá einnig:

mbl 24.04.2010  Segir Vestfirðinga afskipta

rhol 23.04.2010  Vestfirðingar sitji við sama borð og aðrir

rhol 23.04.2010  Á varla orð til að lýsa vonbrigðum sínum

rhol 23.04 2010  Dýrafjarðargöng slegin út af borðinu

 

Athugasemdir

Gunnar Guðmundsson, sunnudagur 25 aprl kl: 12:11

Einhver er að misskilja !

Samgönguráðherra, Kristján L. Möller gerir tilraun til þess, hér á reykhólavefnum, að svara fullyrðingum sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að búið sé að slá Dýrafjarðargöng af. Í svarbréfi hans við tölvupósti Kristins H. Gunnarssonar til ráðherra og þingmanna NV-kjördæmis telur hann að KHG fari með rangt mál að því er varðar fjárveitingar til jarðganga. Í plagginu ,,Samgönguáætlun 2009-2012" sem lagt hefur verð fram á Alþingi, og lesa má á vef Alþingis, stengur með svertu letri:

,,Fjárveitingar til jarðganga miða við að áfram verði unnið við Héðinsfjarðargöng og Bolungarvíkurgöng og framkvæmdum við bæði göngin ljúki 2010. Þá er miðað við að áfram verði unnið að undirbúningi við Vaðlaheiðargöng, Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng.
Handbært fé til þessa liðar verður 12.091 millj. kr. árið 2010, 6.925 millj. kr. árið 2011 og 6.418 millj. kr. árið 2012."

Hvert er hið rétta í málinu ?

Á öðrum stað í sama plaggi er talað um að framkvæmdum (þ.m.t. jarðgangaframkvæmdum) verði, vegna ástands efnahagsmála, að fresta og ,,takið eftir" og að endurraða framkvæmdum. Af hverju ?. Í áætluninni má einnig lesa að framlag til Norðfjarðarganga 2011 er 220 mkr og 1174 mkr árið 2012, - en ekki er að sja að einni einustu krónu sé ætlað í framkvæmdir við Dýrafjarðagöng í þessari áætlun. Hér má nefna að Dýrafjarðargöngum hefur áður verið frestað.

Flest bendir því til að búið sé að setja Norðfjarðargöng í forgang, fjármunir komnir á áætlun, en Dýrafjarðgöngum frestað, enn einu sinni.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31