Tenglar

19. febrúar 2011 |

Dýranammið og þaratöflurnar frá Reykhólum

Jón Árni Sigurðsson.
Jón Árni Sigurðsson.
1 af 3
Gullsteinn er nýlegt sprotafyrirtæki á Reykhólum sem framleiðir hunda- og kattanammi úr harðfiski, svo og þaratöflur, auk þess sem fyrirtækið kemur að pökkun á bökunarvörum fyrir Kornax og hveitiklíði fyrir Heilsu. Gullsteinn er í eigu Jóns Árna Sigurðssonar á Reykhólum og fjölskyldu hans og hefur bækistöð í húsinu þar sem útibú Kaupfélags Króksfjarðar var á sínum tíma. Í byrjun þessa mánaðar kynnti Jón Árni fyrirtækið Gullstein og starfsemi þess á mánaðarlegum súpufundi á Reykhólum.

 

„Við framleiðum harðfisktöflur bæði sem hunda- og kattanammi fyrir Fisksöluskrifstofuna í Hafnarfirði. Við framleiðslu á harðfiski fellur til mulningur sem þeir senda okkur og við mölum hann síðan enn frekar og stimplum úr honum töflur“, segir Jón Árni.

 

Að sögn Jóns Árna fara á innanlandsmarkað um þessar mundir um 90 kassar á mánuði. Í hverjum kassa eru 24 pokar, þannig að pokarnir eru komnir nokkuð á þriðja þúsund á mánuði. Framleiðslan á innanlandsmarkað hefur aukist jafnt og þétt. Um 70% af því er kattanammi en salan á hundanamminu er mun minni enn sem komið er. Unnið er að markaðsmálum erlendis, fyrst og fremst í Þýskalandi, og þangað fer dýranammið í mun stærri pakkningum eða 150 pokar í kassa. Þar er skiptingin jafnari milli hunda og katta en hér innanlands. Frá áramótum hafa verið sendir utan um 4.500 pokar.

 

Þaratöflur fyrir mannfólk eru framleiddar bæði undir merkjum Heilsu og Gullsteins. Þaramjölið í þær kemur frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum þannig að ekki er langt að sækja hráefnið. Fyrir Heilsu eru framleidd um 500 glös á mánuði í „gulu línu“ fyrirtækisins svokallaðri. Gula línan er í brúnum glerglösum og að sjálfsögðu með gulum miða og samanstendur af alls kyns vítamínum og bætiefnum í töfluformi. Þaratöflur undir merki Gullsteins eru hins vegar í hvítum plastglösum. „Þaramjölið og töflur unnar úr því eru skemmtilegt viðfangsefni og margt spennandi í pípunum“, segir Jón Árni Sigurðsson.

 

Aðspurður hvort fyrirtækið Gullsteinn dragi nafnið af samnefndum steini á Gufudalshálsi í Reykhólahreppi kvað Jón Árni svo ekki vera, en þetta væri þá skemmtileg tilviljun.

 

Gullsteinn er áberandi steinn ofarlega á Gufudalshálsi. Við honum má ekki hagga því að þar búa dvergar, eftir því sem fram kemur í Vestfirzkum þjóðsögum (II.1 1954) sem Arngrímur Fr. Bjarnason ritstjóri á Ísafirði safnaði. Þar segir að nafn steinsins sé dregið af því, að hinir dverghögu dvergar smíði gripi úr gullsjóði í nánd við steininn. Líka segir í gömlum munnmælasögnum að Grettir hinn sterki Ásmundarson, sem á sínum tíma átti fræga vetursetu á Reykhólum (Grettis saga, Fóstbræðra saga) hafi synt með steininn að landi og sett hann á sinn stað. Þessa er þó ekki getið í fornritum þar sem segir af Gretti.

 

Á mynd nr. 2 eru pokarnir með hunda- og kattanamminu sem fara á markað erlendis. Eini munurinn og þeim og pokunum á innanlandsmarkað er yfirskriftin: HUNDANAMMI og KATTANAMMI hérlendis en FILLETSNACKS erlendis.

 

Athugasemdir

Jóhannes Arason, rijudagur 04 oktber kl: 06:03

Er í sambandi við Japanskt, Kóreanst, Thailandskt fyrirtæki sem kaupir fullt af afurðum með okkar náttúrlegu vörnum í.
Datt í hug að þaratöflur gæri verið ietthvað fyrir þá.
Ertu mað innihaldslúsingu og eða útlistingu á ensku þ.e. kynning á þessu þannig ég geti spurt hvort áhugi sé

þarf að vita stærð, gerð, verð og allt þetta vanalega þegar spurt er.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31