Tenglar

18. mars 2016 |

„Dýrasta brekka á landinu“

Þessa mynd tók vegfarandi sem hefur að líkindum verið á torfærubíl.
Þessa mynd tók vegfarandi sem hefur að líkindum verið á torfærubíl.
1 af 3

Flutningabíll sat fastur í drullu hátt í sólarhring á leiðinni yfir Hjallaháls og varð loksins losaður í gær. Hann var á leið upp á hálsinn Djúpafjarðarmegin með tengivagn fullan af laxi frá eldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Skipafélagið sem tók við laxinum frestaði brottför, sem framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal segir að ekki eigi að þurfa að gerast. Hann segir að nú sé mál að linni, stjórnvöld verði að bregðast tafarlaust við þeirri ógn sem þjóðvegir á Vestfjörðum eru við atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

 

Frá þessu er greint hér á vefnum bb.is og hér á vef RÚV.

 

„Þetta er dýrasta brekka á landinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, eigandi bílsins. Hann segir marga bíla hafa farið illa í þessari brekku, sem og á Ódrjúgshálsi næst fyrir vestan, átakið á bílana sé svo vitlaust. Gísli segist ekki sjá fram á að geta sinnt laxeldisfyrirtækjunum fyrir vestan þegar vegurinn er svona.

 

Gísli telur fólk ekki átta sig á því hversu mikið laxeldið er orðið á sunnanverðum Vestfjörðum og hversu mikillar flutningaþjónustu það krefst. „Og þetta er bara byrjunin,“ segir hann, en Arnarlax er nokkuð nýfarinn að slátra og gerir ráð fyrir því að bæta við jafnt og þétt svo að þörfin á flutningi á eftir að aukast að mun.

 

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal, segir að honum til undrunar hafi Vegagerðin ekkert aðhafst í málinu. „Eigandi bílsins hringdi í neyðarlínuna og óskaði eftir hjálp, en ekkert gerðist, og Vegagerðin taldi það ekki sitt hlutverk að aðstoða bíl fastan í drullu á þjóðvegi sem var opinn og greiðfær samkvæmt merkingum.“

 

Skipafélagið sem flutti farminn frestaði brottför, sem Víkingur segir að ekki eigi að þurfa að gerast, fyrir utan kostnaðinn sem slíkt hefur í för með sér. Hann segir að nú sé mál að linni, stjórnvöld verði að bregðast tafarlaust við þeirri ógn sem þjóðvegir á Vestfjörðum eru við atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

 

Sjá einnig (6. nóvember 2015):

Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu við fiskbjörgun (tenglar á sex fréttir í viðbót þar fyrir neðan)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30