Tenglar

5. maí 2016 |

Dýrleg vinátta

Ný íslensk heimildamynd, sem ber heitið Dýrleg vinátta og fjallar um einstakt samband íslenskra æðarbænda við æðarfuglinn, er á dagskrá Sjónvarpsins (RÚV) kl. 20.05 í kvöld, uppstigningardag. Fylgst er með æðarbændum undirbúa varplandið á vorin og vernda síðan fuglinn yfir viðkvæman varptímann.

 

Æðarfuglinn er stór kafönd, algengasta andategund landsins og heldur sig nær eingöngu á eða við sjóinn. Hann er fremur þungfleygur, en kafari með afbrigðum góður. Gengur reistur með vaggandi göngulagi, félagslyndur og gæfur.

 

Vegna dúnsins dýrmæta að fornu og nýju er æðarfuglinn einn mesti nytjafuglinn hérlendis og hefur verið alfriðaður í nærri 170 ár. Flest æðarvörp á Íslandi eru tilbúin eða mótuð af eigendum þeirra, sem jafnan vaka yfir varpinu.

 

Æðarfugl er ein mikilvægasta fæða íslenska hafarnarins, sem á helstu óðul sín við Breiðafjörð. Þar er jafnframt mikið um æðarvarp og dúntekju.

 

Þátturinn Dýrleg vinátta er tæpur klukkutími.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31