Tenglar

19. mars 2016 |

Ebba Gunnarsdóttir: Nýliðar uggandi um sinn hag

Eitt af markmiðum búvörusamningsins um sauðfjárrækt er að efla nýliðun í greinni. Ebba Gunnarsdóttir á Barkarstöðum í Miðfirði og Kjartan Daníelsson maður hennar, sem áður bjuggu á Bakka í Geiradal, keyptu þar 800 kinda bú árið 2013. Hún óttast að samningurinn gangi gegn því markmiði.

 

Rætt var við Ebbu í fréttum RÚV.

 

Hún segir að þegar þau hjónin keyptu jörðina hafi þau gert sér ljóst að þáverandi kerfi um sauðfjárræktina yrði ekki eilíft, en þau hafi ekki búist við svo gagngerum breytingum sem nýi búvörusamningurinn felur í sér. Allar áætlanir þeirra séu í rauninni í uppnámi. Svo sé um marga aðra sem hún hafi rætt við og séu í sömu stöðu og þau, þ.e. nýliðar í greininni.

 

Ebba óttast að nýi búvörusamningurinn leiði til offramleiðslu og verðlækkunar á afurðum. Ekkert sé í hendi um að markaðsátak leiði til meiri sölu erlendis eða til ferðamanna á Íslandi.

 

Hér má hlusta á viðtalið við Ebbu

 

Sjá einnig: Kveðjur í Reykhólahrepp frá Barkarstöðum í Miðfirði

     

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31