24. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is
Ebenezer Jensson jarðsunginn á Reykhólum
Ebenezer Jensson, sem andaðist á heimili sínu á Reykhólum aðfaranótt hins 14. janúar, verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju kl. 14 á morgun, föstudaginn 25. janúar. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.
Helstu æviatriði Ebenezers heitins verða birt hér á vef Reykhólahrepps að útför lokinni.
Magnús S. Gunnarsson, fimmtudagur 24 janar kl: 19:36
Blessuð sé minning þín Ebbi,við kynntumst er ungir við vorum á Reykhólum og í sveitinni.
Ég votta ættingjum,vinum,vinnufélögum og samferðamönnum þínum mína dýpstu samúð.
Verð í huganum á Reykhólum á morgun með ykkur sem kveðjið Ebba í Reykhólakirkju.
Þú litaðir litla samfélagið þar sem þú bjóst,með þínum skoðunum,það var bara einn Ebbi.
Maggi Gunn.