Tenglar

23. september 2019 | Sveinn Ragnarsson

E.coli gerlar fundust í neysluvatni á Reykhólum

Suðuleiðbeiningar


Þegar neysluvatn er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nausynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og gera þannig óvirka þá meinvalda sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu um að vatnið sé mengað.

Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga.

 

Að sjóða neysluvatn:

Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði

 

Soðið vatn:

Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á;

  • við matargerð, s.s. til skolunar á matvælum, sem ekki á að hitameðhöndla þ.e. sjóða eða steikja
  • til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar
  • til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana
  • til ísmolagerðar
  • til tannburstunar
  • til böðunar ungbarna
  • til loftræstingar s.s í rakatæki

Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta er á ferðum sé vatnið notað ósoðið.

 

Ósoðið vatn:

Nota má ósoðið vatn;

  • til matargerðar s.s. til skolunar á matvælum sem munu síðar vera elduð
  • til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun
  • til handþvotta
  • til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið
  • til tauþvotta
  • til þrifa

Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnarlækni.

  

Athugasemdir

Dalli, mnudagur 23 september kl: 15:43

Væri ekki ástæða til að skoða brunnana?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30