Tenglar

2. júlí 2018 | Sveinn Ragnarsson

E.coli í neysluvatni Reykhóla

Tilkynning til  íbúa og gesta Reykhóla.

 

Við könnun á neysluvatni þann 28. júní 2018 fundust saurgerlar (E.coli)  í neysluvatninu.  Sem varúðarráðstöfun er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatnið.

 

 

f.h. heilbrigðisnefndar

 

 

_____________________________

Anton Helgason

heilbrigðisfulltrúi

  

Áminning E. coli í neysluvatni Reykhóla.

 

Sýni af neysluvatni var tekið á hrppsskrifstofunni þann 28. Júní síðast liðinn vatnið reyndist mengað af saurbakteríum E.coli.  Niðurstöður gerlarannsókna voru þær að vatnið var ónothæft vegna saurkólímengunar (E.coli).

Síðustu ár hafa verið tekin sýni af neysluvatni Reykhóla og hafa þau verið í lagi tekin verða ný sýni til rannsóknar en sem varúðarráðstöfun þarf að sjóða neysluvatnið

 

 

Í reglugerð 536/2001 um neysluvatn segir

 

 

 

 

2.gr

Markmið

Markmið þessarar reglugerðar er að vernda heilsu manna með því að tryggja að neysluvatn sé heilnæmt og hreint. 

 

og

 

14. gr

Viðbrögð við menguðu neysluvatni.

Rannsóknaþættir í viðauka I eru flokkaðir í flokka A, B og C eftir því til hvaða aðgerða ber að grípa ef gildi mælist hærra en hámarksgildi viðkomandi þátta. Mælist gildi yfir hámarksgildi fyrir framangreinda flokka skal gripið til eftirfarandi aðgerða: 

 

Flokkur A: 

Gripið skal til nauðsynlegra aðgerða til úrbóta til að endurheimta vatnsgæðin. Heilbrigðisnefnd skal í samráði við Hollustuvernd ríkisins banna dreifingu eða notkun neysluvatnsins, nema eftir nauðsynlegar aðgerðir til verndar heilsu manna. Heilbrigðisnefnd skal tafarlaust veita neytendum upplýsingar og ráðgjöf. 

 

Flokkur B:

Gripið skal til nauðsynlegra aðgerða til úrbóta til að endurheimta vatnsgæðin. Skulu aðgerðir ráðast af því hve mikið greining er yfir hámarksgildi og þeirri hættu sem heilsu manna er búin. Taki heilbrigðisnefnd í samráði við Hollustuvernd ríkisins þá ákvörðun að banna dreifingu neysluvatnsins eða takmarka notkun skal það gert með hliðsjón af þeirri hættu sem það kann að skapa. Í slíkum tilvikum skulu neytendum tafarlaust veittar upplýsingar og nauðsynleg ráðgjöf. 

 

Flokkur C: 

Heilbrigðisnefnd skal í samráði við Hollustuvernd ríkisins meta hvort heilsu manna er hætta búin. Heilbrigðisnefnd ber að grípa til aðgerða til að endurheimta vatnsgæðin. Neytendum skal tilkynnt um aðgerðir nema um óverulegt frávik sé að ræða. 

 

 

Viðauki I: Reglubundið eftirlit

RANNSÓKNAÞÁTTUR

HÁMARKSGILDI

FLOKKUN

ATHUGASEMDIR

Heildargerlafjöldi við 22°C

Engin óeðlileg breyting

C

 

Kólígerlar

0/100 ml

C

 

Escherichia coli (E. Coli)

0/100 ml

A

 

 

Þar sem  saurkólígerlar (E. coli) greindist í sýninu úr neysluvatni skal gripið til aðgerða í Flokki A, þ.e banna dreifingu eða notkun neysluvatnsins og skal tafarlaust veita neytendum upplýsingar og ráðgjöf. þar til búið er að fá útkomu úr nýjum sýnum.

 

 

Skv reglugerð fer Heilbrigðiseftirlit fram á eftirfarandi atriði:

  • ·         Settar verða upp auglýsingar þar sem tilkynnt er með skýrum hætti að vatn sé ekki drykkjarhæft og sjóða þurfi allt vatn.
  • ·         Gera þarf viðeigandi ráðstafanir svo drykkjarvatn verði neysluhæft skv reglugerð 536/2001

 

 

 

 

 

Vísað er til almennra starfsleyfisskilyrða fyrir holustuhætti sbr. lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn

 

Vakin er athygli yðar á því að yður er heimilt að vísa máli þessu til Heilbrigðissnefndar ef þér unið eigi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins.  Frestur til að vísa málinu til Heilbrigðisnefndar er 14 dagar frá dagsetningu þessa bréfs. 

Enn fremur er bent á að samkvæmt 1. mgr. 31. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er heimilt að vísa þessu máli til sérstakrar úrskurðarnefndar ef þér unið eigi ákvörðun Heilbrigðisnefndar.  Frestur til að vísa málinu til úrskurðarnefndarinnar er þrír mánuðir frá birtingu ákvörðunar skv. 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.

 

Virðingarfyllst

 

______________________

Anton Helgason

Framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða

 

 Lesefni varðandi bakteríur í vatni

 

 

Ýmsar tegundir af kólígerlum geta valdið niðurgangi. Kólígerlar eru mjög útbreiddir í náttúrunni og allir einstaklingar hafa slíka gerla í þörmunum. Sumir stofnar þeirra mynda eiturefni sem veldur niðurgangi. Þessir sýklar eru sennilega algengasta orsök niðurgangs hjá ferðamönnum í sólarlöndum og er mjög erfitt að varast þá. Einkum er um kennt hrámeti alls konar og menguðu vatni.

            Greiður aðgangur að nægu fersku og góðu drykkjarvatni er eitt af frumskilyrðum þess að viðhalda  góðri heilsu.  Almenningur hefur eingöngu möguleika á að dæma um gæði drykkjarvatns með sínum eigin skynfærum. Þannig ræður lykt, bragð og útlit því hvernig dóm vatnið fær.

             

            Þar sem nánast öll tilfelli vatnsborins smits stafa af mengun frá úrgangsefnum manna og dýra ganga flestar gerlarannsóknir út á að sanna að slík mengun hafi átt sér stað. Sönnun á saurmengun er talning gerla sem tilheyra þarmaflórunni. Í saur koma fyrir auk saurkólí (E. coli)  einnig Enterobakter aerogenes og millistigs stofnar og bera þessir stofnar samheitið kólígerlar. Í nýlega menguðu vatni finnur maður allar þessar gerðir.  Saurkólí sem ekki getur lifað annars staðar en í þörmum manna og dýra, lifir aðeins stuttan tíma í vatninu.  Mat á saurmengun vatnsins byggist þess vegna á magni og tegundum kólígerla samkvæmt eftirfarandi staðli.  Fundur saurkólí skoðast sem tákn um nýlega eða stöðuga (nálæga) saurmengun en fundur á kólígerlum bendir til eldri saurmengunar. Camphylobacter telst með algengustu orsökum fyrir niðurgangi í heiminum.  Algengt er að fuglar beri þessa bakteríu. Einkenni sjúdóms sem bakterían veldur eru: Niðurgangur (sem getur verið mjög svæsinn og með blóði í hægðum), hitasótt, höfuðverkur, ógleði og miklar innantökur.  Sjúkdómurinn getur staðið í eina eða tvær vikur og getur tekið sig upp aftur og aftur.  Sjúkdómurinn leggst þyngra á fullorðið fólk en börn og í kjölfarið getur fylgt liðagigt.  Sjúkdómseinkenni eru því svipuð þeim sem Salmonella, Shigella og Escherichia coli valda.  Einungis þarf 10-500 frumur til að heilbrigt fólk taki sjúkdóminn.  Þar sem smitun fer fram gegnum vatnsveitur getur hún komið fram eins og sprenging hjá fjölda fólks þar sem allir smitast á sama eða svipuðum tíma. 

 

            Vatnstökustaður þarf að vera algjörlega lokaður og helst afgirtur.  Yfirborðsvatn er mjög sjaldan nothæft sem drykkjarvatn nema að undangenginni meðhöndlun.  Þetta má gera með vatnssuðu, geislun eða klórblöndun. Ef tekið er vatn úr uppsprettulindum þarf að tryggja að þær séu lokaðar á tryggilegan hátt og vatnstökusvæði afgirt.

Nær alltaf þegar mengun finnst í neysluvatni er það vegna þess að yfirborðsvatn hefur komist í vatnið.  Við úrbætur í neysluvatnsmálum er reynt að koma í veg fyrir að yfirborðsvatn komist í vatnsból, það er gert með því að þétta með dúk, og með því  að hafa vatnstökustað hærri en næsta nágrenni.  Ef ekki er hægt að tryggja neysluhæft drykkjarvatn þá þarf að hreinsa vatnið.  Útvega verður neysluhæft vatn annað hvort með meðhöndlun með geislun, suðu eða klórblöndun. 

 


  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30