Tenglar

29. apríl 2011 |

Eden-námskeið Barmahlíðar, Silfurtúns og Fellsenda

Ingibjörg Kristjánsdóttir í Garpsdal, hjúkrunarforstjóri í Silfurtúni í Búðardal, sendi meðfylgjandi myndir frá Eden-námskeiðinu sem haldið var í Búðardal dagana 5.-7. apríl. Það voru dvalarheimilin Silfurtún í Búðardal, Barmahlíð á Reykhólum og Fellsendi í Suðurdölum sem héldu námskeiðið í sameiningu. „Tilgangurinn er sá að gera heimilin okkar ennþá heimilislegri og gera þeim sem þar búa kleift að taka þátt í heimilishaldinu í meira mæli“, segir Ingibjörg.

 

Heimilislegt andrúmsloft og umhverfi er kjarninn í hugmyndafræði Eden-stefnunnar. Inntak hennar er að skapa þá tilfinningu, að fólk búi ekki á stofnun heldur á heimili þar sem því líður vel.

 

Sjá einnig:

13.04.2011  Fyrsti íbúafundurinn í Barmahlíð var mjög jákvæður

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30