Tenglar

1. júní 2011 |

Ef ekki fæst kofi - kannski þá timbur í kofa?

Fyrir hálfum mánuði eða svo auglýsti starfsfólkið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum eftir kofa sem hentað gæti fyrir hænsni á lóðinni við heimilið. Eftirtekjur urðu heldur rýrar og núna skal bætt um betur. Kofinn gæti verið um tíu fermetrar og manngengur. Væntanlega liggja slíkir kofar ekki á lausu en þá er í staðinn óskað eftir timbri til að smíða slíkan kofa. Fyrirhugað „hænsnabú“ er ekki ætlað til sérstakra búdrýginda fyrir mötuneytið heldur til yndisauka bæði fyrir starfsfólkið og þó miklu frekar fyrir heimilisfólkið í Barmahlíð. Samt væri nú ekki leiðinlegra að hafa heimaegg í baksturinn.

 

Nú skal ekki aðeins leitað til íbúa Reykhólahrepps heldur einnig nábúanna í Dalabyggð og Strandasýslu. Kannski einkum þeirra síðarnefndu þar sem Strandir hafa löngum verið þekktar fyrir miklar rekafjörur og þar um slóðir hefur aldrei allt frá landnámsöld verið hörgull á timbri til smíða. Þar nægir að nefna Trékyllisvík.

 

Sjá nánar:

14.05.2011  Hænsnakofi óskast

 

Athugasemdir

Hanna Lára, fimmtudagur 02 jn kl: 10:07

Ísbú búrekstrarvörur - www.isbu.is - 571-3300


Þessir selja hæsnakofa ég sá auglýsinguna á bland.is kannski vilja þeir gefa góðann afslátt eða einhver hugulsamur vill kaupa svona og gefa Barmahlíð. :) mér datt í hug að setja þetta inn hérna.

Hani, sunnudagur 12 jn kl: 18:10

http://isbu.is/

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31