Tenglar

16. maí 2016 |

Ef kýrnar mættu sjálfar ráða ...

Til eru æði margar áhugaverðar rannsóknir á atferli kúa. Ein þeirra er rannsókn kanadískra vísindamanna á beitarhegðun mjólkurkúa. Í Kanada hafa verið gerðar margar rannsóknir á því hvernig gripir hegða sér. Vísindamenn þar eru framarlega í því að meta hve mikið kýr eru tilbúnar að vinna fyrir ákveðnum hlutum og með því er metið hversu mikils virði fyrir kýrnar viðkomandi tilboð er. Þetta er t.d. gert með því að setja upp hömlur á leið þeirra frá einum stað til annars og svo er fylgst með því hve lengi þær standa í því að fara um t.d. erfiða leið að áfangastað.

 

Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda. Þar segir einnig m.a.:

 
Í áhugaverðri rannsókn, sem reyndar var gerð fyrir sjö árum og greint er frá í Journal of Dairy Science, fékk hópur kúa að velja um margs konar lausnir við hýsingu og gátu valið um að vera í fjósi, á beit eða hvar sem er, og var fylgst með hegðun þeirra. Í ljós kom að kýrnar vildu helst vera úti á nóttunni, þegar svalast var í veðri, en inni í fjósi þegar sólin skein og hlýtt var úti. Þá snarminnkaði beitin þegar rigndi.

 

Samandregið sýna niðurstöðurnar fyrst og fremst, að ef kýrnar mættu sjálfar ráða, þá væri alltaf opið út á tún og þeim gefið val um hvar þær eru á hverjum tíma. En sé það ekki í boði, þá ætti fyrst og fremst að gefa þeim aðgengi að beit á nóttunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31