Tenglar

13. september 2018 | Sveinn Ragnarsson

Ef mengun er í vatni

Fréttatilkynning, 11. sept 2018

 

Nýjar leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni og leiðbeiningar til almennings um suðu neysluvatns

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun hafa gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við örverumengun í neysluvatni. Leiðbeiningarnar byggja á kröfum í reglugerð um neysluvatn nr 536/2001 og markmiðið með þeim er að tryggja góða samvinnu hlutaðeigandi stjórnvalda og að samræma viðbrögð og vandaða upplýsingagjöf til almennings.

Vatnsveitur eru matvælafyrirtæki skv. lögum um matvæli nr 93/1995 og bera ábyrgð á neysluvatni sem þær dreifa og að upplýsa neytendur og heilbrigðiseftirlit, sé það ekki öruggt til neyslu. Heilbrigðisfulltrúar sjá um reglubundnar sýnatökur og túlkun niðurstaðna rannsókna. Ef örverur greinast í sýnum yfir hámarksgildum þarf að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að endurheimta vatnsgæðin og eru úrbæturnar eru á ábyrgð vatnsveitna ef örverumengunin greinist í dreifikerfi eða vatnsbóli en húseigenda ef orsökin er í lögnum húss.

Þegar ákveðnir flokkar örvera greinast í neysluvatni gefur heilbrigðiseftirlitið, í samráði við heilbrigðisyfirvöld á svæðinu, út ábendingu til neytenda um að sjóða þurfi allt vatn sem drukkið er eða notað til matargerðar. Þessar leiðbeiningar verða hafðar aðgengilegar á vefsíðum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, Matvælastofnunar og Sóttvarnalæknis til upplýsingar fyrir almenning.

 

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga/ Matvælastofnun/Sóttvarnalæknir/Umhverfisstofnun

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31