8. febrúar 2016 |
Ef samþykkt verður að slíta félaginu ...
Stjórn Breiðfirðingafélagsins leggur til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður 18. febrúar, að breyting verði gerð á þeirri grein laga félagsins sem snýr að ráðstöfun eigna þess ef samþykkt verður að slíta því.
Núna er lagagreinin svohljóðandi:
Ef samþykkt verður að slíta félaginu skulu eignir þess renna til stofnana og/eða félaga við Breiðafjörð, er sinna málefnum aldraðra eða starfa að mennta- og menningarmálum. Nánari ákvörðun skal tekin á slitafundi félagsins.
Lagt er til að hún verði þannig:
Ef samþykkt verður að slíta félaginu skulu eignir þess renna til tækjakaupa Landspítalans.