Tenglar

29. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Efnt til fiskeldisráðstefnu á Patreksfirði

Þorskeldiskvíar. Ljósm. Matís.
Þorskeldiskvíar. Ljósm. Matís.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) í samvinnu við Fiskeldisklasa Vestfjarða efnir í byrjun október til tveggja daga ráðstefnu á Patreksfirði um tækifæri og ógnanir í fiskeldi við strendur Íslands. Fyrirlesarar verða margir, bæði innlendir og erlendir sérfræðingar.

 

„Það er von okkar sem stöndum að þessari ráðstefnu að hún verði til að efla samstarf stjórnsýslu, rannsóknastofnana og fyrirtækja svo að þróun fiskeldis geti orðið farsæl hér eins og hjá nágrannaþjóðum okkar,“ segir Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri á Patreksfirði.

 

Magnús fjallar um ráðstefnuna í grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands. Greinina má finna hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31