Tenglar

13. febrúar 2015 |

Efnt til fundar um sameiningarmál

Kort: Fréttablaðið, júlí 2014.
Kort: Fréttablaðið, júlí 2014.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps mun undir lok mánaðarins sitja fund með sveitarstjórnum Dalabyggðar og Strandabyggðar um sameiningarmál eða samstarfsverkefni sveitarfélaganna. Samhliða kosningum til sveitarstjórna í fyrravor voru gerðar kannanir bæði í Reykhólahreppi og Dalabyggð á viðhorfi fólks til sameiningar við önnur sveitarfélög.

 

Í Reykhólahreppi var afar mjótt á munum. Rétt liðlega helmingur þeirra sem afstöðu tóku (aðeins munaði fjórum atkvæðum) var hlynntur sameiningu. Sá hópur hafði á hinn bóginn ýmsar skoðanir á því hvaða sveitarfélagi eða sveitarfélögum skyldi þá sameinast. Í Dalabyggð kom fram, að talsverður meirihluti þeirra sem afstöðu tóku vildi sameiningu við annað eða önnur sveitarfélög. Könnun var ekki gerð í Strandabyggð en sveitarstjórn er opin fyrir viðræðum um þessi mál.

 

Um hugsanlega sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga var fjallað í Fréttablaðinu á liðnu sumri. Kortið á myndinni fylgdi þeirri umfjöllun.

 

► 03.06.2014 Mjög naumur meirihluti vill sameiningu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30