Tenglar

5. júlí 2011 |

Efnt til íbúafundar um Reykhóladagana

Frá Reykhóladeginum 2009.
Frá Reykhóladeginum 2009.

Boðað er til íbúafundar í Reykhólahreppi sem haldinn verður í matsal Reykhólaskóla fimmtudaginn 7. júlí kl. 21. Þeir sem áhuga hafa á að taka virkan þátt í Reykhóladögunum 4.-7. ágúst eru hvattir til að koma á fundinn. Kynnt verður hvað komið er á dagskrána nú þegar svo og þau atriði sem áhugi er fyrir að hafa á dögunum. Félagssamtök í sveitarfélaginu eru hvött til þess að senda fólk frá sér á fundinn ef áhugi er fyrir að taka að sér einstök atriði á Reykhóladögunum.

 

Sjái fólk sér ekki fært að koma en hefur áhuga að taka þátt í þessum viðburði, þá endilega hafið samband í síma 894 1011 eða á netfangið info@reykholar.is.

 

- Með kveðju frá Hörpu Eiríksdóttur, ferðamálafulltrúa Reykhólahrepps.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30