Tenglar

31. mars 2012 |

Efnt til lagasamkeppni fyrir Reykhóladagana

Hvaða lag skyldi þetta vera?
Hvaða lag skyldi þetta vera?

Fimmtíu þúsund króna verðlaun verða veitt fyrir sigurlagið í lagasamkeppni sem efnt er til í tengslum við Reykhóladagana í sumar. Úrslitakeppni verður í íþróttahúsinu á Reykhólum 15. júní. Lag og texti verða að vera frumsamin og mega ekki hafa verið flutt opinberlega áður. Nöfnum höfunda verður haldið leyndum þar til úrslit eru ljós. Lögin verða kynnt undir dulnefni fyrir og í keppninni.

 

 

Reglur um samkeppnina

 

  • Tíu lög verða valin úr innsendum lögum til að taka þátt í úrslitakeppni sem fram fer í íþróttahúsinu á Reykhólum föstudagskvöldið 15. júní 2012.
  • Berist fleiri lög í keppnina velur sérstök dómnefnd þau lög sem keppa til úrslita.
  • Lag og texti verður að vera frumsamið og má ekki hafa verið flutt opinberlega áður.
  • Demói eða lokaútgáfu lagsins á geisladiski ásamt texta á blaði skal skila á skrifstofu Reykhólahrepps fyrir miðnætti föstudaginn 1. júní 2012, merkt Reykhóladagar – Lagasamkeppni. Einnig má senda póst á:

                      Reykhóladagar- Lagasamkeppni

                      Maríutröð 5a

                      380 Reykhólahreppur

  • Merkja skal disk og texta með nafni lags og nafni og símanúmeri flytjanda í úrslitakeppninni. Nafn höfundar ásamt heimilisfangi og síma skal fylgja með í lokuðu umslagi merktu að utan með nafni lagsins og dulnefni höfundar.
  • Peningaverðlaun að upphæð kr. 50.000 eru veitt fyrir fyrsta sætið í keppninni.
  • Með sigri skuldbindur höfundur lagsins sig til að koma laginu í þann búning sem hentar til spilunar í útvarpi fyrir 10. júlí 2012.
  • Með því að senda inn lag í keppnina samþykkja þátttakendur reglurnar hér að ofan.

 

 

Reglur um úrslitakeppnina

 

  • Úrslitakeppnin fer fram í íþróttahúsinu á Reykhólum föstudaginn 15. júní 2012.
  • Við flutning lagsins í úrslitakeppninni skal allt undirspil vera af geisladiski eða á stafrænu formi. Undirspil skal vera án söngs (forsöngs) en bakraddir eru þó leyfilegar.
  • Nöfnum höfunda verður haldið leyndum þar til úrslit eru ljós. Lögin verða kynnt undir dulnefni fyrir og í keppninni.
  • Dregið verður um röð keppenda.
  • Boðið verður upp á hljóðprufur og æfingar á keppnisdegi.
  • Áhorfendur velja sigurlagið með því að skrifa niður nöfn tveggja bestu laganna að eigin mati. Það lag vinnur sem flest atkvæði fær frá áhorfendum.

 

Hægt er að fá nánari upplýsingar um keppnina með því að hafa samband við Hörpu Eiríksdóttur ferðamálafulltrúa í síma 894 1011 eða í tölvupósti.

 

Kannski ofurlítið tengt:

Hvernig litla flugan varð til (14. apríl 2009)

Samdi litlu fluguna á átta mínútum (15. apríl 2009)

Flugan sem Sigfús kom með að vestan (16. apríl 2009)

Lítil eitt meira varðandi Litlu fluguna og Reykhóla (11. des. 2010)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31