Tenglar

27. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Eftirgerð handrits frá Árna Magnússyni í Tjarnarlundi

Kjartan og Rósa glugga í rímnabókina frá Staðarhóli í Saurbæ.
Kjartan og Rósa glugga í rímnabókina frá Staðarhóli í Saurbæ.

Menningarviðburður verður í Tjarnarlundi í Saurbæ kl. 14 á morgun, sunnudag. Þar veita Dalamenn viðtöku eftirgerð eins af handritunum sem Árni Magnússon safnaði saman hérlendis og kom til varðveislu í Árnasafni í Kaupmannahöfn. Um er að ræða eftirgerð rímnahandrits frá Staðarhóli í Saurbæ þar sem félagsheimilið Tjarnarlundur er núna. Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur mun segja frá handritinu og Steindór Andersen kveða rímur úr því.

 

Í ár eru 350 ár liðin frá því að Árni Magnússon fæddist á Kvennabrekku í Miðdölum (Kvennabrekku í Náhlíð eins og kallað var) og minnist Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (Árnastofnun) þess með ýmsum hætti allt árið. Handritin alla leið heim er eitt af verkefnum Árnastofnunar á afmælisárinu.

 

Eftirgerðir sex handrita sem Árni hafði upp á hér og þar á sínum tíma verða sýndar á þessu ári á sex stöðum víða um land sem næst þeim stöðum þar sem Árni fékk þau. Fyrsta eftirgerðin verður fram borin eins og eðlilegt má telja í æskuhéraði Árna, Dalasýslu.

 

Kjartan Sveinsson tónlistarmaður hefur tekið að sér að „fóstra“ Staðarhólsbók rímna í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar. Árni fékk þessa þverhandarþykku skinnbók frá Staðarhóli 1707 en seinna var henni skipt í átta hefti. Á meðfylgjandi mynd er Kjartan á sínu fyrsta stefnumóti við rímnabókina en með honum er Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur.

 

Þessi menningarviðburður er þáttur í Jörfagleði Dalamanna.

 

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (Árnastofnun)

Árni Magnússon handritasafnari, ævi og störf

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31