Tenglar

4. janúar 2012 |

Eftirlegukindum komið á hús

Rétt fyrir áramótin sáust þrjár kindur fyrir neðan túnið á Kambi í Reykhólasveit. Þetta reyndust vera ær frá Hríshóli sem komnar voru af fjalli í haust. Eftir leitir er Hríshólsánum sleppt aftur niður fyrir veg en þessar þrjár hafa ekki skilað sér þegar smalað var og tekið á hús í lok nóvember. Karl Kristjánsson bóndi á Kambi segir að ærnar hafi verið í góðu standi, aðeins farnar að leggja af, og voru óþekkar þegar átti að koma þeim heim.

 

Óvenjumikill jafnfallinn snjór gerði reksturinn ekki auðveldari því að ærnar þreyttust fljótt. Arnar Ingi gekk á undan og gerði slóð fyrir þær heim að fjárhúsum, Kristján Gauti og Karl ráku á eftir en Lóa á Kambi tók myndirnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31