Ég ætla að reyna að skemmta mér
Lið Reykhólahrepps í Útsvari keppir annað kvöld (föstudag) við lið Fjallabyggðar (sameinað sveitarfélag Siglufjarðar og Ólafsfjarðar). Lið Reykhólahrepps skipa (í stafrófsröð) þau Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (ekki síður þekktur sem Dalli), Kristján Gauti Karlsson á Kambi og Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.
Keppnin fer fram í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hefst kl. 20.40. Stuðningsmenn sem hafa tök á því eru hvattir til að mæta í salinn í útvarpshúsinu við Efstaleiti 1 í Reykjavík.
„Ég veit að félagar mínir hafa keppnisskap, en ég ætla að reyna að skemmta mér,“ segir Dalli í samtali við vefinn.
► Útsvar: Reykhólahreppur langfámennastur
► Reykhólahreppi gefst kostur á þátttöku í Útsvari
Ónefndur þátttakandi í Útsvari ekki alls fyrir löngu (f.h. Ísafjarðarbæjar), fimmtudagur 12 nvember kl: 16:48
Þetta er skratti skemmtilegt!