Tenglar

12. nóvember 2015 |

Ég ætla að reyna að skemmta mér

Spyrlarnir í Útsvari, Þóra Arnórsdóttir og Svavar Guðmundsson.
Spyrlarnir í Útsvari, Þóra Arnórsdóttir og Svavar Guðmundsson.

Lið Reykhólahrepps í Útsvari keppir annað kvöld (föstudag) við lið Fjallabyggðar (sameinað sveitarfélag Siglufjarðar og Ólafsfjarðar). Lið Reykhólahrepps skipa (í stafrófsröð) þau Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (ekki síður þekktur sem Dalli), Kristján Gauti Karlsson á Kambi og Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.

 

Keppnin fer fram í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hefst kl. 20.40. Stuðningsmenn sem hafa tök á því eru hvattir til að mæta í salinn í útvarpshúsinu við Efstaleiti 1 í Reykjavík.

 

„Ég veit að félagar mínir hafa keppnisskap, en ég ætla að reyna að skemmta mér,“ segir Dalli í samtali við vefinn.

 

Útsvar: Reykhólahreppur langfámennastur

Reykhólahreppi gefst kostur á þátttöku í Útsvari

 

Athugasemdir

Ónefndur þátttakandi í Útsvari ekki alls fyrir löngu (f.h. Ísafjarðarbæjar), fimmtudagur 12 nvember kl: 16:48

Þetta er skratti skemmtilegt!

Ólína Kristín Jónsdóttir, fimmtudagur 12 nvember kl: 17:20

Endilega komið í sjónvarpssal og peppið okkur upp ef þið hafið tækifæri til, mæting klukkan 20 í útvarpshúsið :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31