Tenglar

8. janúar 2015 |

Ég er að boða byltingu!

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi.

Nú þurfum við sem þjóð í upphafi nýs árs að hrista af okkur slenið og láta ekki teyma okkur á asnaeyrum út í fenið á ný. Við þurfum að losa okkur við þessa óláns ríkisstjórn sem fyrst, áður en henni tekst að eyðileggja velferðar- og menntakerfið og innviði samfélagsins meir en þegar er orðið, og koma hér á stjórn sem setur jöfnuð, réttlæti og sjálfbærni í forgang. Ég er að boða byltingu!

 

Þannig kemst Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður á Suðureyri við Súgandafjörð að orði í grein sem hún sendi vefnum til birtingar. Þar segir hún einnig m.a.:

  • Við stöndum á krossgötum sem þjóð. Við höfum öll tækifæri til að búa vel að öllum íbúum landsins, hvort sem þeir búa á Kópaskeri eða í Reykjavík, við höfum efni á að reka gott heilbrigðiskerfi, efla menntun, jafna kjör almennings óháð búsetu og bæta samgöngur og vernda náttúru landsins.
  • Núverandi stjórnvöld eru búin að sýna á spilin og þau eru að stefna í allt aðra átt með sinni grjóthörðu hægristefnu, þar sem ójöfnuður eykst og allt er falt fyrir peninga, hvort sem það er náttúra landsins eða fiskurinn í sjónum.

Grein Lilju Rafneyjar má lesa hér í heild og jafnframt undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin á síðunni undir fyrirsögninni Áramótahugleiðing!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31