Tenglar

20. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ég horfði á skýin og skynjaði margt ...

Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.
Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.

Hagyrðingakvöld Barðstrendingafélagsins eru vel þekkt. Að þessu sinni taka Barðstrendingafélagið og Breiðfirðingafélagið höndum saman og halda hagyrðingakvöld núna í kvöld, fimmtudag, í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus). Aðgangseyrir er einn þúsundkall og þar eru kaffi og kaka innifalin. Verðlaun verða veitt fyrir besta botninn, en fyrripartana má sjá hér neðst.

 

Hagyrðingarnir verða:

  • Einar Óskarsson
  • Hjörtur Þórarinsson
  • Jóhannes Geir Gíslason
  • Jón Kristjánsson
  • Ólína Gunnlaugsdóttir
  • Ólína Kristín Jónsdóttir

 

Fyrripartar:

 

Arðsamasta auðlindin

eru norðurljósin.

 

Kannski undir Bárðarbungu

blæs í glæður Kölski sjálfur.

 

Inn til dala, út við sjó

allir sitja og prjóna.

 

Lekamálið leiðist mér

og læt mig engu skipta.

 

Mér finnst það vera heldur hart

að hafa tapað glóru.

 

Ég horfði á skýin og skynjaði margt

um skaparans leyndardóma.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30