Tenglar

30. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Egill Helgason: Flatey er magískur staður

Sumarnótt í Flatey á Breiðafirði. Ljósmynd: Egill Helgason.
Sumarnótt í Flatey á Breiðafirði. Ljósmynd: Egill Helgason.

Við dvöldum nokkra daga í Flatey á Breiðafirði. Það var sumarblíða – óvíða eru sumarnæturnar fegurri en í Breiðafjarðareyjum. Þetta er eyja sem er full af sögum og menningu. Þarna er gamla þorpið með sínum húsum sem hafa verið fallega uppgerð. Hinum megin á eyjunni stendur yfir viðgerð á frystihúsinu, þar er starfrækt hin afar menningarlega Bryggjubúð.

 

Þannig hefst frásagnarkorn sem Egill Helgason (Silfur Egils) skrifaði á vefsíðuna sína í gær um Flatey á Breiðafirði, eitt af djásnum Reykhólahrepps, undir fyrirsögninni Sumardagar í Flatey. Niðurlagsorð Egils eru þessi:

 

Flatey er magískur staður. Að sumu leyti er hann eins og íslenska útgáfan af grísku eyjunni Folegandros þar sem ég dvel oft. Á báðum stöðum ríkir einkennilegt tímaleysi. Eyjalífið heillar.

 

Pistill Egils í heild

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31