Eiga ekkert erindi undir beru lofti á Íslandi
Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal og sveitarstjórnarmaður í Reykhólahreppi fagnar því að vefurinn skuli hafa birt myndina af póstkassanum á Gróustöðum hér næst á undan. „Þá rifjaðist upp að ég á líka svona myndir. Þessir póstkassar taka sig vel út í amerískum fjölskyldubíómyndum en eiga ekkert erindi undir beru lofti á Íslandi", segir Sveinn, en bætir við: „Það er skylt að geta þess, að þegar kassinn er hálfur af krapi hefur Guðbjörn landpóstur sett plastpoka utan um gluggaumslögin til að bjarga því sem bjargað verður."
Nú er að vona að frostið haldist helst fram á sumar, þ.e. ef velferð bréfasendinga á sveitabæi er höfð í fyrirrúmi, því eins og fram kemur í fyrirsögn fréttarinnar hér á undan: Verra þegar rignir en þegar hann snjóar.
Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 16 janar kl: 17:54
Frábært hjá ykkur að koma þessu í umræðuna. Ég var að vinna hjá póstinum áður en ég flutti erlendis og fannst alltaf ansi sérstakt hvað sveitin manns hafi ekki góða póstþjónustu þegar það er alltaf verið að bæta og bæta hana á höfuðborgarsvæðinu. þurfa þeir sem vilja halda landinu í byggð að þola svona hegðun frá ríkisreknu fyrirtæki. þetta er til skammar. það á ekki að mismuna fólki eftir því hvar það býr. ætti bara að taka þessa stjórnendur hjá póstinum í sveitadvöl í svona viku yfir veturinn og leyfa þeim að búa í tjaldi við hliðina á þessum amerísku póstkössum og sjá hvað þeir segja eftir það... Styð ykkur heilshugar.....
Kveðja frá Englandi
Harpa