Tenglar

22. mars 2011 |

Eiga sjónarmið þröngra sérhagsmuna að ráða ferðinni?

Úlfar B. Thoroddsen.
Úlfar B. Thoroddsen.
Nýr vegur samkvæmt B-leið er hagsmunamál fyrir alla vegfarendur sem leið eiga um svæðið. Hagsmunirnir felast í góðum og öruggum vegi til framtíðar. Hagsmunirnir felast í vegi um láglendið með þeim kostum fyrir vegfarendur sem slík staðsetning býður umfram veg yfir tvær heiðar ásamt farartálmum og hættum, sem fylgja hæð og halla. Fjallvegir eru þegar of margir á Vestfjörðum. [...] Baráttan fyrir vegi samkvæmt B-leiðinni og stuðningur snýst um góðan kost gegn slæmum, um öryggi gegn óvissu, um að sneiða hjá hættum sem fylgja fjallvegum. Eiga andsnúin sjónarmið þröngra sérhagsmuna að ráða ferðinni?

 

Þetta segir Úlfar B. Thoroddsen, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði, meðal annars í grein um mismunandi skoðanir á nýju vegarstæði Vestfjarðavegar nr. 60 um Reykhólahrepp. Tilefni þess að Úlfar skrifar þetta einmitt núna er grein Kristins frá Gufudal um vegamálin sem birtist fyrr í mánuðinum. Grein Úlfars hefst með þessum orðum: Það var góð grein sem Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal birti á vefjunum reykholar.is og bb.is fyrir skömmu og ber yfirskriftina: Um vegamál í Gufudalssveit fyrr og nú.

 

Grein Úlfars er að finna undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin undir fyrirsögninni Baráttan fyrir vegi samkvæmt B-leið er ströng og tekur langan tíma.

 

05.03.2011  Kristinn frá Gufudal: Um vegamál í Gufudalssveit fyrr og nú

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31