Tenglar

30. mars 2021 | Sveinn Ragnarsson

Eigendaskipti á Svefneyjum

Svefneyjar, mynd Mats Wibe Lund
Svefneyjar, mynd Mats Wibe Lund

Nýir eigendur Svefneyja á Breiðafirði eru Áslaug Magnús­dótt­ir, frum­kvöðull og kaup­sýslu­kona í San Francisco og maður hennar,  Sacha Tu­eni.

 

Sacha Tu­eni keypti ný­verið eyj­arn­ar af af­kom­end­um Dag­bjarts Ein­ars­son­ar, út­gerðar­manns í Grinda­vík, og Birnu Óla­dótt­ur, konu hans, sem keyptu eyj­arn­ar fyr­ir um 28 árum ásamt fleir­um.

 

Fjöl­skyld­an átti 75% hlut og Olís seldi einnig sín 25%, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um viðskipti þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Sacha hef­ur starfað mikið í tækni­geir­an­um í Banda­ríkj­un­um, meðal ann­ars hjá Face­book.

 

Áslaug Magnús­dótt­ir seg­ir að þau muni nota Svefn­eyj­ar sem sum­ar­heim­ili og þau muni jafn­vel dvelja þar og vinna leng­ur. Mik­il hlunn­indi fylgja jörðinni, ekki síst æðar­varp, en einnig hef­ur Þör­unga­verk­smiðjan á Reyk­hól­um sótt þangað hráefni.

 

Áslaug seg­ir að er­lend­is sé farið að nota þör­unga í efni. Hún stefn­ir að því að nota ís­lenska þör­unga í nýj­ustu fatalín­una sem heit­ir Katla.

 

Af mbl.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30