Tenglar

19. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Eigum við að endurreisa virkið á Reykhólum?

Tóft við Einireyki.
Tóft við Einireyki.

Svolítil orðaskipti á Facebook fyrir nokkru urðu til þess að ég kasta þessu fram núna þegar ljóst er orðið að ég er ekki einn um áhugann á málinu. Þar sem engar heimildir eru þekktar um gerð, stærð eða staðsetningu virkisins á Reykhólum þurfa sagnfræðingar og fornleifafræðingar að skoða þau mál. Mín hugmynd er þessi (svo er annarra að koma með breytingatillögur):

 

Fram undan Reykhólakirkju er Kaldraninn. Hann þarf að hækka og gera að bílastæðum fyrir kirkjugesti og aðra. Fremst (vestast) á uppfyllingunni verður virkið - við ættum reyndar að skrifa það með stórum staf og tala um Virkið - á fegursta útsýnisstað Reykhóla. Ég legg til að það verði hringlaga, 6 metrar í þvermál, hlaðið úr torfi og grjóti. Gólfið yrði hálfum öðrum metra hærra en flötin í kring. Þar ofan á yrði hálfs annars metra há brjóstvörn úr grjóti, þannig að heildarhæðin yrði þrír metrar. Inn í Virkið væru þröngar dyr með göngubrú, sem undin væri upp til að loka.

 

Þetta segir Guðjón D. Gunnarsson í upphafi greinar hér á vefnum. Þarna vísar hann til virkisins á Reykhólum sem kemur við sögu veturinn 1482-83. Frá þeim atburðum greinir í Virkisvetri, sagnfræðilegri skáldsögu Björns Th. Björnssonar listfræðings og rithöfundar. Sjá grein Guðjóns í heild hér eða undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Ljósmyndin sem hér fylgir er af skiljanlegum ástæðum ekki af virkinu á Reykhólum. Þetta er tóft þvottahússins við hverinn Einireyki neðan við Reykhóla.

 

Athugasemdir

Þrymur Sveinsson, sunnudagur 19 janar kl: 18:17

Bæjartorfan hefur legið frá öndverðu milli Hvítahússins og kirkjunnar efst á hólnum. Það liggur beinast við að hlaðinn hafi verið torfgarður umhverfis bæinn til að sporna við innrásarmönnum að þeir næðu inn í bæinn sjálfan og ynnu staðinn. Á tíma Guðmundar Arasonar ríka var ófriðvænlegt á þessum slóðum og eftirmálin voru erfiðar deilur milli Skarðsverja og erfingja Guðmundar sem lauk með algerum ósigri Guðmundarliðs. Tilgátu garður yrði ekki reistur nema í fullri stærð miðað við ríkmannlegan torfbæ með miðaldarsniði a túninu sunnan við kirkjuna. Síðan þyrfti að vera kunnáttumaður sem héldi torfbænum við.

Bergsveinn G Reynisson, sunnudagur 19 janar kl: 21:32

Já. Hvenær eigum við að hefjast handa ?

Björg Karlsdóttir, sunnudagur 19 janar kl: 23:36

afspyrnu góð hugmynd, styð þetta.

Harpa Eiríksdóttir, mnudagur 20 janar kl: 09:07

Frábær hugmynd og eykur afþreyingarmöguleika á svæðinu fyrir heimamenn sem og ferðamenn

herdís reynisd, mnudagur 20 janar kl: 16:37

ég hef séð þætti í sjónvarpinu nýlega þar sem er notuð einhver gervitunglamynd til að greina mörgþúsund ára gömul mannvirki í landslaginu , er ekki bara málið að skella sér í svoleiðis leiðangur;)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31