Tenglar

13. janúar 2010 |

Einar Örn með námskeið í framsögn og ræðumennsku

Einar Örn Thorlacius.
Einar Örn Thorlacius.
Fram kemur í námsvísi Símenntunarstöðvarinnar á Vesturlandi, að fyrirhugað er að Einar Örn Thorlacius lögfræðingur og fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps haldi námskeið í framsögn og ræðumennsku í Auðarskóla í Búðardal í byrjun febrúar. Kennd verður framkoma í ræðustól og hvernig bæta megi framsögn og öryggi. Gert er ráð fyrir að þetta taki tvö kvöld, mánudagskvöldin 1. og 8. febrúar kl. 20-22. Verðið er aðeins 5.900 kr. fyrir bæði kvöldin. Þetta er þó háð því að átta manns að lágmarki skrái sig á námskeiðið. Ef svo margir á Reykhólasvæðinu myndu skrá sig kemur vel til greina að halda sérstakt námskeið á Reykhólum.

 

Einar Örn Thorlacius var sveitarstjóri Reykhólahrepps 2002-2006 og síðan sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar 2006-2008. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem lögfræðingur á alþjóða- og stjórnsýslusviði Tryggingastofnunar ríkisins í Reykjavík. Hann er þó enn búsettur á Svarfhóli í Svínadal í Hvalfjarðarsveit.

 

Hér á vef Símenntunarstöðvarinnar á Vesturlandi er bæði hægt að óska netleiðis eftir nánari upplýsingum og skrá sig á námskeiðið. Eflaust tæki gamli sveitarstjórinn í Reykhólahreppi því líka prýðisvel ef hringt yrði beint í hann.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31