Tenglar

30. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Einar Sveinn á förum frá Reykhólum

Einar Sveinn Ólafsson.
Einar Sveinn Ólafsson.

Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. á Bíldudal frá 1. nóvember. Einar Sveinn hóf störf hjá Þörungaverksmiðjunni haustið 2011 og segir hann að tíminn á Reykhólum hafi verið mjög góður og verkefnin skemmtileg. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu í starf framkvæmdastjóra verksmiðjunnar á Reykhólum en stjórn félagsins mun fara yfir þau mál á næstu vikum.

 

Íslenska kalkþörungafélagið, sem stofnað var að frumkvæði Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða fyrir tólf árum, er í eigu írska fyrirtækisins Celtic Sea Minerals Ltd. Í lok árs 2003 fékk félagið vinnsluleyfi í Arnarfirði. Sama ár tóku Celtic Sea Minerals Ltd. (75%) og Björgun ehf. (25%) við rekstrinum. Starfsleyfið heimilar framleiðslu á 50.000 tonnum af kalki á ári og gildir til 1. nóv. 2022. Afurðir eru steinefnafóður og jarðvegsbætiefni og vottaðar sem lífræn framleiðsla. Starfsmenn á Bíldudal eru um 20 auk afleiddra starfa.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 31 gst kl: 18:19

Einar Sveinn Ólafsson er tólfti framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar frá upphafi...takið eftir því no 12....í 40 ára sögu fyrirtækisins....er ekki eitthvað að í okkar nærsamfélagi þegar menn endast ekki til að slást við vindmyllur ? Vindmyllurnar sem ganga hér bæði fyrir logni og stormi....er ekki eitthvað að þegar fólk flytur á brott..er ekki eitthvað að þegar við höfnum innleiðingu nýrra og nútímalegr hluta með nýju fólki.....er ekki eitthvað að.... þegar kynslóðaskiptin virðast ekki verða til þess að þroska vitund og kröfur á betra umhverfi ? Einars verður sárt saknað úr röðum okkar starfsmanna...hann gaf okkur trú og breytti hlutum til nútímanlegra vinnubragða...margir fyrirrennara hans haf reynt en ekki haft erindi sem erviði....Þörungaverksmiðjan á Reykhólum ásamt tekjum af starfsmönnum hefur haldi uppi þessu sveitarfélagi og stuðlaða að þeirri þjónustu sem samfélagið veitir...það á ekki við bara eitt ár....heldur öll starfsárinn...Er ekki ráð að snúa við fátæklegri hugsun og viðurkenna staðreyndir....er ekki ráð að taka öllum ábendingum sem umhugsunarefni?

Sig.Torfi, sunnudagur 01 september kl: 11:04

það er eftirsjá eftir Einari, hann er framkvæmdarstjóri í orðsins fyllstu merkingu, því hann er búinn að framkvæma ótrúlega hluti hér á þessum stutta tíma, og eyða meiri peningum í fyrirtækið en kostar að byggja eina saltverksmiðju og er það vel....

Um leið og ég vil þakka Einari samstarfið, óska ég honum velfarðnaðar í nýju starfi...

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30