Tenglar

7. desember 2014 |

Einbreiðum brúm fækkar smátt og smátt

Gamla brúin og sú nýja yfir Reykjadalsá í Dölum. Fellsendi og Sauðafell í baksýn. Ljósm. Pétur Ástvaldsson.
Gamla brúin og sú nýja yfir Reykjadalsá í Dölum. Fellsendi og Sauðafell í baksýn. Ljósm. Pétur Ástvaldsson.

Það er ekki mikið um vegagerð eða samgöngubætur í Dölum þessi misserin - frekar en víðast annars staðar á landinu. Það ber þó að fagna því sem gert er og ótvírætt bætir vegakerfið og gerir öruggara. Hér er átt við breytt vegarstæði og byggingu tvíbreiðrar brúar yfir Reykjadalsá niður undan Fellsenda í Suður-Dölum. Þetta er snoturt mannvirki sem haganlega er fellt inn í umhverfið. Verkið er unnið af fyrirtækinu Borgarverki.

 

Fullyrða má að allir sem þarna hafa farið um í áranna rás eru því fegnir að gamla einbreiða brúin með krappri beygju nánast við norðurenda brúarinnar er ekki lengur til staðar og leiðin orðin bein og greið. Vel að verki staðið. Brúin yfir Haukadalsá er næst.

 

Þannig hefst fréttapistill á vefnum Búðardalur.is. Síðan segir:

 

Umferð um Dali hefur aukist gríðarlega eftir að vegurinn um Þröskulda norðan Gilsfjarðar kom til sögunnar fyrir nokkrum árum. Kemur líka fleira til í seinni tíð. Þverun Gilsfjarðar og brú, uppbygging vegar um Svínadal, endurgerð vegar yfir Bröttubrekku o.fl. o.fl. Fjöldi ferðamanna hefur líka margfaldast og ferðamannatíminn lengst til muna. Aukið álag á vegina segir auðvitað til sín og áframhaldandi samgöngubætur í formi viðhalds og nýframkvæmda því lífsnauðsynlegar.

 

Útrýming einbreiðra brúa er þar ofarlega á blaði.

 

„Næst í röðinni er brúin yfir Haukadalsá - í núverandi mynd er hún varasöm,“ segir Sæmundur Kristjánsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þessi staður er í raun slysagildra og við erum sannarlega heppin að þarna hafa ekki orðið stórslys.“

 

Meira hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31