Tenglar

8. ágúst 2008 |

„Einhver áhugaverðasta myndlistaruppákoma sumarsins“

„Náttúruöfl“ eftir Hildigunni Birgisdóttur.
„Náttúruöfl“ eftir Hildigunni Birgisdóttur.
1 af 5

Myndlistarsýningin Dalir og Hólar var formlega opnuð í veðurblíðu að Nýp á Skarðsströnd um síðustu helgi. Listamennirnir eru átta og sýna hver sitt verkið á nokkrum stöðum í Dalabyggð og Reykhólahreppi. Tvö verkanna eru í kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi og hið þriðja þar rétt hjá, tvö eru í Saurbænum og þrjú á Skarðsströndinni. Sex verkanna eru utanhúss og hefur aðgangur að þeim verið frjáls alla daga en aðgangur að þeim sem eru innanhúss í Nesi var einungis um síðustu helgi og verður aftur núna á laugardag og sunnudag kl. 14-18, en þá lýkur sýningunni.

 

Við opnunina fluttu Elísabet Haraldsdóttir og Jón Jónsson ávörp fyrir hönd menningarráða Vesturlands og Vestfjarða en listakonan Sólveig Aðalsteinsdóttir flutti þakkir þeim sem að sýningunni komu og gerðu kleift að koma hugmynd í verk. Nánari upplýsingar um listamennina og verk þeirra og staðina þar sem verkin eru má finna hér. Sjá einnig fyrri umfjöllun hér á þessum vef.

 

Einar Falur Ingólfsson skrifar rýni um sýninguna í Morgunblaðinu í gær sem hefst á þessa leið:

 

Fyrir utan lagerdyr gamla kaupfélagsins í Króksfjarðarnesi blakti appelsínugul veifa. Á lokuðum dyrunum var miði sem á stóð BANKIÐ. Þegar dyrunum var rennt upp voru þar nokkur börn, sem lokuðu dyrunum aftur svo gestirnir gætu upplifað dýrðina. Í myrkrinu glóði fornt ker, flaut þrívítt í miðri geymslunni; nýtt hólógramískt og heillandi listaverk eftir Hrein Friðfinnsson. Hreinn er úr Miðdölum og við hæfi að hann sé þátttakandi í einhverri áhugaverðustu myndlistaruppákomu sumarsins hér á landi ...

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31