Tenglar

16. desember 2014 |

Einhver verðmætasti matfiskur heims

Í fréttum Stöðvar 2 í gær ræddi Kristján Már Unnarsson við Halldór Ó. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Stolt Sea Farm á Íslandi og fyrrverandi framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Tilefni þessa viðtals var að núna er Senegalflúra, einhver verðmætasti matfiskur heims, komin í sláturstærð í eldisstöð fyrirtækisins á Reykjanestánni syðra. Þetta er í fyrsta sinn á heimsvísu sem þessi fisktegund er alin við þær aðstæður sem þar eru.

 

Halldór Óskar Sigurðsson var búsettur á Reykhólum um árabil. Hann var framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar í tæplega sex ár eða frá 2002 til 2008.

 

Viðtalið við Halldór má sjá og heyra hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31