Tenglar

9. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Einireykir og lífið við Lómatjörn

Einireykir rétt neðan við Reykhóla. ÁG.
Einireykir rétt neðan við Reykhóla. ÁG.
1 af 3

Enn hafa bæst við myndaseríur frá Reykhólum hjá Árna Geirssyni verkfræðingi, ljósmyndaranum sérstæða (og einstæða hvað þetta hérað varðar) sem lesendum þessa vefjar er að góðu kunnur allt frá upphafi. Núna eru komnar þrjár syrpur í viðbót, sem bera heitin Hverinn Einireykir, Lífið við Lómatjörn og Reykhólar, júní 2013. Sýnishorn fylgja hér, ein mynd úr hverri syrpu.

 

Heiti hversins sem hér um ræðir hefur verið ritað á ýmsa vegu í áranna og aldanna rás. Það skal ekki rakið hér, aðeins látið nægja að nefna ritháttinn Einir Reykir.

 

Smellið hér fyrir slóðina á myndir Árna úr Reykhólahreppi síðustu sjö árin. Þær er líka að finna undir Ljósmyndir, myndasöfn ► Ýmis myndasöfn ► Árni Geirsson í valmyndinni vinstra megin.

 

Athugasemdir

Kristín Ingibjörg Tómasdóttir, laugardagur 29 jn kl: 16:33

Eg er alin upp á Reykhólum og hef aldrei heyrt talað um
Einireyki nema hver sem er við endann á Langavatni en þar var
þvottur frá Miðhúsum þveginn til margra ára. Ég get ekki séð á myndinni sem birtist hér að þetta sé sá hver.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29