Tenglar

7. ágúst 2009 |

Einn maður á vakt: Óttast um öryggi lögreglumanna

Aðeins einn lögreglumaður er á vakt hjá lögreglunni á Hólmavík hverju sinni. Útkallssvæði lögreglunnar á Hólmavík er mjög stórt og nær frá Holtavörðuheiði norður á Hornstrandir, vestur yfir Mjóafjörð í Djúpi og suður í Reykhólasveit. Á Hólmavík starfa tveir lögreglumenn auk héraðslögreglumanna í hlutastarfi en aðeins einn er á vakt.

 

Hannes Leifsson Stephensen aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hólmavík segist óttast um öryggi sitt og annarra lögreglumanna sem neyðast til þess að vera einir á vakt, ekki síst vegna vaxandi fíkniefnaneyslu og ofbeldis í samfélaginu. Stöðvi hann bíl þar sem farþegarnir séu undir áhrifum lyfja geti hann ýtt á neyðarhnapp en hann viti samt að það séu allt að tveir tímar í að aðstoð berist.

 

ruv.is / hþm

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30