7. ágúst 2009 |
Einn maður á vakt: Óttast um öryggi lögreglumanna
Aðeins einn lögreglumaður er á vakt hjá lögreglunni á Hólmavík hverju sinni. Útkallssvæði lögreglunnar á Hólmavík er mjög stórt og nær frá Holtavörðuheiði norður á Hornstrandir, vestur yfir Mjóafjörð í Djúpi og suður í Reykhólasveit. Á Hólmavík starfa tveir lögreglumenn auk héraðslögreglumanna í hlutastarfi en aðeins einn er á vakt.
Hannes Leifsson Stephensen aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hólmavík segist óttast um öryggi sitt og annarra lögreglumanna sem neyðast til þess að vera einir á vakt, ekki síst vegna vaxandi fíkniefnaneyslu og ofbeldis í samfélaginu. Stöðvi hann bíl þar sem farþegarnir séu undir áhrifum lyfja geti hann ýtt á neyðarhnapp en hann viti samt að það séu allt að tveir tímar í að aðstoð berist.
ruv.is / hþm