Tenglar

4. júní 2010 |

Einn strandveiðibátur í Reykhólahreppi

1 af 3
Strandveiðarnar svokölluðu standa nú sem hæst og fjöldi báta gerður út í því kerfi um land allt. Einn er gerður út í Reykhólahreppi en það er Krummi í Árbæ af gerðinni Sómi 600, sem er í eigu Þórðar Jónssonar og Ásu Stefánsdóttur. Tveir eru í áhöfn og heita báðir Þórður, þeir Þórður bóndi í Árbæ og Þórður frændi hans Sveinbjörnsson. Annars má búast við því að aðrir komi þar líka við sögu eftir atvikum ásamt Þórði Jónssyni og jafnvel að hinir og þessir fari með í róður.
 
Fáir dagar eru síðan róðrar hófust á Krumma og hefur hann lagt upp bæði á Brjánslæk og í Stykkishólmi þó að heimahöfnin sé Staðarhöfn á Reykjanesi og þar verði einnig landað eða í Reykhólahöfn eftir því sem aðstæður bjóða hverju sinni. Þeim afla sem landað er í Staðarhöfn eða á Reykhólum verður ekið til Hólmavíkur til vinnslu. Hér er um þorskveiðar að ræða.

 

Á myndunum er Krummi annars vegar í Staðarhöfn á Reykjanesi og hins vegar á fullri ferð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31