Tenglar

9. júní 2009 |

Einstök frjósemi í Reykhólahreppi um þessar mundir

Vilberg, Elísa Rún og Katla með litlu stúlkuna sem bættist í hópinn.
Vilberg, Elísa Rún og Katla með litlu stúlkuna sem bættist í hópinn.
„Önnur eins nýburasprenging held ég að hafi ekki orðið áður hérna á svæðinu“, segir kona flestum hnútum kunnug í Reykhólahreppi. Eftir því sem næst verður komist hafa sjö barnsfæðingar orðið hjá fólki í sveitarfélaginu það sem af er þessu ári, sem þó er ekki hálfnað, þar af þrjár núna í byrjun júní. Þetta eru jafnmörg börn og fæddust allt árið 2007, sem var þó með allra mesta móti. Að auki fæddist Reykhólabúum barn á síðasta degi hins síðasta árs, eins og hér kom fram, og var það jafnframt síðasta barnsfæðing ársins hérlendis, eftir því sem best er vitað. Fæðingarnar það sem af er þessu ári eru eins og fram kemur hér fyrir neðan.

 

Viðbætur á þennan lista eru vel þegnar, ef einhverjar eru.

 

- Sr. Sjöfn Þór á Reykhólum (sem nú er í leyfi) og Daniel eignuðust dreng 10. febrúar.

- Jóhanna og Styrmir í Fremri-Gufudal eignuðust stúlku 7. mars.

- Birgitta Jónasar á Reykhólum og Bergur eignuðust stúlku 20. maí.

- Bára og Stefán á Gróustöðum eignuðust dreng 22. maí.

- Hallfríður og Eggert á Reykhólum eignuðust dreng 1. júní.

- Katla og Villi á Hríshóli eignuðust stúlku 2. júní.

- Ingunn og Guðmundur í Gufudal eignuðust stúlku 2. júní.

 

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var fjöldi fæddra barna í Reykhólahreppi síðustu fimm árin þessi:

          2004 - 4 börn

          2005 - 3 börn

          2006 - 3 börn

          2007 - 7 börn

          2008 - 3 börn

 

Mannfjöldi í Reykhólahreppi 1. janúar síðustu fimm árin er þessi, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands:

          2005 - 262 manns

          2006 - 251 manns

          2007 - 255 manns

          2008 - 267 manns

          2009 - 280 manns

 

Á myndinni eru Vilberg Þráinsson, stóra systirin Elísa Rún og Katla Ingibjörg Tryggvadóttir á Hríshóli með litlu stúlkuna nýfædda.

 

Og síðan er að sjá hvort ekki leynast enn einhverjar kökur í ofninum, eins og stundum er komist að orði ...

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30