Einstök frjósemi í Reykhólahreppi um þessar mundir
Viðbætur á þennan lista eru vel þegnar, ef einhverjar eru.
- Sr. Sjöfn Þór á Reykhólum (sem nú er í leyfi) og Daniel eignuðust dreng 10. febrúar.
- Jóhanna og Styrmir í Fremri-Gufudal eignuðust stúlku 7. mars.
- Birgitta Jónasar á Reykhólum og Bergur eignuðust stúlku 20. maí.
- Bára og Stefán á Gróustöðum eignuðust dreng 22. maí.
- Hallfríður og Eggert á Reykhólum eignuðust dreng 1. júní.
- Katla og Villi á Hríshóli eignuðust stúlku 2. júní.
- Ingunn og Guðmundur í Gufudal eignuðust stúlku 2. júní.
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var fjöldi fæddra barna í Reykhólahreppi síðustu fimm árin þessi:
2004 - 4 börn
2005 - 3 börn
2006 - 3 börn
2007 - 7 börn
2008 - 3 börn
Mannfjöldi í Reykhólahreppi 1. janúar síðustu fimm árin er þessi, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands:
2005 - 262 manns
2006 - 251 manns
2007 - 255 manns
2008 - 267 manns
2009 - 280 manns
Á myndinni eru Vilberg Þráinsson, stóra systirin Elísa Rún og Katla Ingibjörg Tryggvadóttir á Hríshóli með litlu stúlkuna nýfædda.
Og síðan er að sjá hvort ekki leynast enn einhverjar kökur í ofninum, eins og stundum er komist að orði ...