Tenglar

28. desember 2016 | Umsjón

Eitt af snörpustu veðrum seinni ára

1 af 3

Aðeins þrisvar síðasta áratuginn eða svo, ef rétt er munað (leiðréttið hérna í athugasemdunum ef rangt er munað), hefur blásið öllu meira í Reykhólahreppi en í dag, þ.e. 25.-26. janúar 2012, 29. desember 2012 og 20. mars 2014. Líklega er og verður áhlaupið mikla í janúarmánuði fyrir tæpum fimm árum ýmsum lengi minnisstætt.

 

Núna var suðvestanátt, í marsveðrinu 2014 og árslokaveðrinu 2012 var norðaustanátt en í janúarveðrinu 2012 var hrein norðanátt.

 

Meðalvindhraða og mestu hviður má sjá á meðfylgjandi skjáskotum af vef Veðurstofunnar.

 

Vindhviður á Reykhólum 30-36 m/sek. í tólf tíma (20. mars 2014).

 

Hlaðan sundraðist í veðurofsanum (1. janúar 2013).

 

Rafmagnsleysi og tjón vegna veðurofsans (29. desember 2012).

 

Á skammri stundu skipast veður í lofti (25.-26. janúar 2012).

 

Sjá einnig:

Útivistin langa og stranga hjá Herði á Tindum (frásögn og viðtal 29. janúar 2012).

 

Athugasemdir

Harpa Eirìksdòttir, fimmtudagur 29 desember kl: 00:40

Desember 2014.....þegar geymsla við Reykjavíkur 8 àkvað að bregða sér af bæ. Þá var brjalað veður. 42 í vindkviðunni sem tók geymsluna :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31