Tenglar

2. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Eitt laufið enn á frjósömum ættarmeiði

Alma Dóróthea með litlu langömmustelpuna sína.
Alma Dóróthea með litlu langömmustelpuna sína.
1 af 7

Fimmta barnið sem fæddist í hóp fólksins í Reykhólahreppi á nýliðnu ári er stúlka sem hlaut nafnið Emelía Karen Björnsdóttir. Hún leit ljós dagsins þann 8. júlí, dóttir Guðrúnar Guðmundsdóttur og Björns Fannars Jóhannessonar á Reykhólum, og reyndist 3.845 g eða 15,5 merkur og 56 cm. Litla stúlkan er eitt laufblaðið enn á flóknum ættarmeiði sem hefur verið frjósamur að undanförnu eins og hér kemur fram. Á síðustu myndinni eru þau systrabörnin Elvar Máni, fæddur 3. maí, og Emelía Karen.

 

Langamma og langafi Emelíu Karenar eru hjónin Alma Dóróthea Friðriksdóttir og Sigvaldi Guðmundsson, lengst búendur á Hafrafelli í Reykhólasveit, núna búsett í Barmahlíð á Reykhólum. Þær langmæðgurnar Alma og Emelía Karen eru á fyrstu myndinni.

 

Sjá einnig:

►► Átta börn á einu ári

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31