Tenglar

15. janúar 2011 |

Eitt skip skoðað á kjálkanum 2010 - á Reykhólum

Mynd: Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli.
Mynd: Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli.
Fremur sérstakt má telja, að af öllum þeim erlendu skipum sem íslenska hafnarríkiseftirlitið skoðaði á nýliðnu ári var aðeins eitt í vestfirskri höfn - í Reykhólahöfn. Eins og á undanförnum árum hefur farið fram eftirlit með erlendum skipum í formi hafnarríkisskoðana í samræmi við samþykkt Parísarsamkomulagsins og tilskipanir Evrópusambandsins sem varða eftirlit með erlendum skipum og mengunarvörnum.

 

Samkvæmt tilkynningum frá Schengen og SafeSeaNet voru erlendar skipakomur til Íslands 351 á árinu 2010 og er það sex skipum færra en árið áður. Með þessu er átt við að skip eru aðeins talin einu sinni þótt þau komi oftar til landsins á tímabilinu. Skoðuð voru 106 skip sem er 30,2% af komum erlendra skipa til Íslands.

 

Þetta kemur fram á vef Siglingastofnunar. Ekki kemur fram hvaða skip þetta var í Reykhólahöfn.
  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30