Tenglar

20. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ekkert lát á söluaukningu á mjólkurvörum

„Þetta mun örugglega koma mismunandi niður. Erfiðara verður fyrir þá framleiðendur sem eru með fullnýtta aðstöðu og háa nyt að bregðast við. Ég held þó að nokkurt svigrúm sé fyrir aðra að nýta tækifæri og bæta við sig,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, um tillögu Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði um að hækka greiðslumark í mjólk um 15 milljónir lítra, þannig að það verði 140 milljónir lítra á næsta ári. Sigurður segir að tillagan sé viðbragð við þeirri markaðsþróun sem verið hafi síðasta eitt og hálft ár. „Það er ekkert lát á vexti í sölu. Tillagan er í samræmi við þá þróun og einnig þarf að styrkja birgðastöðu í mjólkurvörum.“

 

Þetta kemur fram í fréttaskýringu Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig m.a.:

 

Þetta mikil hækkun kvótans á sér engin fordæmi og verður kvótinn miklu hærri en hann hefur verið frá því að framleiðslustýring var tekin upp fyrir meira en þremur áratugum. Ekki eru tvö ár liðin frá því kvótinn var 116 milljónir lítra.

 

Söluyfirlit fyrir ágúst sýnir að salan er komin í 126 milljónir lítra á fitugrunni, sem þýðir að það þarf að framleiða 126 milljónir lítra af mjólk til að fullnægja þörfum markaðarins fyrir fituríkar afurðir. Sigurður Loftsson telur að salan eigi enn eftir að aukast þegar nær dregur áramótum. Sala á próteingrunni er heldur minni, svarar til 119-120 þúsund lítra mjólkur. Verið er að vinna að því að koma henni í gott verð með skyrútflutningi. Annars verður umframframleiðslan flutt út sem undanrennuduft á heimsmarkaðsverði.

 

Heildarstuðningur við mjólkurframleiðsluna er óbreyttur þótt kvótinn aukist. Stuðningurinn á hvern framleiddan lítra minnkar því. Í tillögum Samtaka afurðastöðvaer lagt til að bændur þurfi að framleiða allan kvótann til þess að fá fullar beingreiðslur, en það hlutfall er 95% í ár. Sigurður segir þetta gert til að auka eins og mögulegt er þá hvata sem kerfið gerir ráð fyrir til að auka framleiðsluna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31