19. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Ekki er snjórinn mikill á Reykhólum
Ekki er snjónum fyrir að fara á Reykhólum og þar í grennd fremur venju, núna þegar mörsugur er senn að kveðja (bóndadagur og þorrabyrjun eru á föstudag). Er það sem einhverjum sýnist, að votti fyrir grænni slikju á túninu austan við Hellisbrautina - mynd nr. 2?