Tenglar

11. júní 2015 |

Ekki grundvöllur fyrir þjónustu við fatlað fólk

Sveitarfélögin yfirtóku frá ríkinu þjónustu við fatlað fólk í ársbyrjun 2011. Í samantekt verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag, segir að framlög frá ríkinu gefi til kynna, að fari fram sem horfir þurfi sveitarfélögin á Vestfjörðum að greiða 118 milljónir króna með málefnum fatlaðra á þessu ári. Þar af greiðist 4,5 milljónir króna af Reykhólahreppi. Vegna þessa máls var eftirfarandi bókun gerð á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag:

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps telur að málaflokkur fatlaðs fólks á Vestfjörðum sé betur kominn í höndum sveitarfélaganna, að sveitarfélögin veiti betri þjónustu í nálægð við íbúa sína. Við núverandi framlög frá Jöfnunarsjóði er ekki grundvöllur fyrir Reykhólahrepp frekar en önnur sveitarfélög á Vestfjörðum að reka málaflokkinn. Reykhólahreppur telur það óásættanlegt að mæta aukinni fjárþörf með niðurskurði á þjónustu við fatlaða.

 

Fundargerð sveitarstjórnar Reykhólahrepps 11. júní 2015

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31