15. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is
Ekki lengur hægt að sækja um vegabréf í Búðardal
Þjóðskrá Íslands hefur að höfðu samráði við innanríkisráðuneytið látið taka niður búnað til móttöku umsókna um vegabréf á skrifstofu sýslumannsins í Búðardal. Þar er því ekki lengur unnt að taka við umsóknum um vegabréf. Fólki er bent á að snúa sér til nærliggjandi sýslumannsembætta með umsóknir sínar. Sækja má um vegabréf óháð búsetu hjá öllum sýslumannsembættum landsins nema í Reykjavík, Bolungarvík og Búðardal. Umsækjendur vegabréfa þurfa að mæta í eigin persónu á umsóknarstað.