29. maí 2010 |
Ekki munnleg kosning í Reykhólahreppi ...
Eins og endranær er létt yfir kjörstjórn Reykhólahrepps þegar fólk kemur að kjósa. Þar situr þrautreynt og gott og skemmtilegt fólk. Sæmileg myndataka var erfið þar sem ekki var hægt að draga fyrir gluggatjöld að baki kjörstjórnar en mjög sterk bakbirta af því tagi er jafnan fremur slæm fyrir myndasmíði. Á myndinni eru, frá vinstri, Halldór D. Gunnarsson, formaður kjörstjórnar, Steinunn Ó. Rasmus og Arnór Grímsson.
Þegar kjósandi nokkur kom að borði kjörstjórnar og sagðist vera svo óttalega rámur og hás af kvefpest að hann gæti varla komið upp orði, þá var hann réttilega minntur á að atkvæði væru greidd skriflega en ekki munnlega.
Kosningu í Reykhólahreppi lýkur kl. 18.
Sjá einnig:
Auglýsing kjörstjórnar um kosningu í Reykhólahreppi
28.05.2010 Jafnvel aðeins eitt nafn á kjörseðli nægir