Tenglar

29. febrúar 2016 |

Ekki nýlunda á Hríshóli

Frá afhendingu verðlaunanna í Hörpu. Ljósm. HK. Nánar í meginmáli.
Frá afhendingu verðlaunanna í Hörpu. Ljósm. HK. Nánar í meginmáli.

Landbúnaðarverðlaunin 2016, sem veitt voru í Hörpu í gær, hlutu annars vegar búendur á Hríshóli í Reykhólasveit og hins vegar á Stóru-Tjörnum í Þingeyjarsveit.

 

Ábúendur á Hríshóli eru hjónin Þráinn Hjálmarsson og Málfríður Vilbergsdóttir og hjónin Vilberg Þráinsson (sonur þeirra Þráins og Málfríðar) og Katla Ingibjörg Tryggvadóttir. Í rökstuðningi vegna verðlaunanna segir meðal annars, að ábúendur á Hríshóli hljóti þau fyrir dugnað, framtakssemi og einstaklega snyrtilega umgengni á býli sínu.

 

Það sem nefnt er í rökstuðningnum er reyndar mjög fjarri því að vera nýlunda á myndarbýlinu Hríshóli. Því til staðfestingar var Reynir Halldórsson fyrrum bóndi á Hríshóli heiðraður ásamt núverandi ábúendum, en hann varð níræður fyrir skömmu eins og hér var greint frá.

 

Á meðfylgjandi mynd, sem Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins tók, eru (frá vinstri) Vilberg, Katla og dóttirin Bergrós, Þráinn, Reynir Halldórsson, Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og hjónin Laufey Skúladóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson á Stóru-Tjörnum.

 

Sjá nánar hér

 

Athugasemdir

Eyvindur, mnudagur 29 febrar kl: 16:32

Glæsilegt og til hamingju

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29