Tenglar

7. apríl 2009 |

Ekki opnað milli svæða á Vestfjörðum fyrir páska

Frá Hrafnseyrarheiði (bb.is).
Frá Hrafnseyrarheiði (bb.is).

Vegagerðin hefur hætt við mokstur á Hrafnseyrarheiði að sinni vegna snjóflóðahættu. Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni, segir að reynt hafi verið að sprengja niður snjóhengjur en ekki tekist. Hann á ekki von á því að mokað verði fyrir páska. Frá þessu er greint á ruv.is. Samkvæmt reglum um snjómokstur átti vormokstur að hefjast 20. mars en ekki hefur verið unnt að ráðast í hann vegna erfiðrar tíðar og snjóflóðahættu. Einnig er Dynjandisheiði ennþá lokuð.

 

Að þessu sinni er því lokað milli norðursvæðis og suðursvæðis Vestfjarðakjálkans enn stærri hluta ársins en yfirleitt hefur verið á seinni árum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30