Tenglar

10. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

„Ekki staðið við gefin loforð“

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit, formaður Landssambands eldri borgara, skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og jafnframt hér á vefnum. Þar segir hún m.a.: „Mest svíður okkur þó að grunnlífeyrir almannatrygginga skyldi vera tengdur við lífeyrissjóðstekjur með þeim afleiðingum að stór hópur lífeyrisþega missti allan sinn grunnlífeyri. Fram að því hafði verið litið svo á að við grunnlífeyri yrði aldrei hróflað og eru til margar samþykktir fyrri ríkisstjórna sem styðja það.“

 

Einnig segir hún: 

  • Eins og málin standa núna, með öllum skerðingarákvæðum á bótum almannatrygginga, eru alltof margir eldri borgarar fastir í fátæktargildru. Nú getum við aðeins vonað að næsta ríkisstjórn, hverjir sem hana skipa, dragi a.m.k. til baka eitthvað af þeim skerðingum sem við höfum mátt sæta frá árinu 2009. Æskilegast væri að leggja hið nýja frumvarp um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning fram á vorþingi og klára málið. Jafnframt því að vinna að endurheimt grunnlífeyris í áföngum. 

Grein Jónu Valgerðar, sem ber fyrirsögnina Ekki staðið við gefin loforð um breytingar á ellilífeyri, má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31