Tenglar

19. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ekki standandi í því að reyna að eiga við kerfið

Bergsveinn Reynisson á skjánum í fréttum Stöðvar 2.
Bergsveinn Reynisson á skjánum í fréttum Stöðvar 2.

Núna fimm árum eftir að Bergsveinn G. Reynisson á Gróustöðum í Reykhólahreppi sótti fyrst um leyfi til kræklingaræktar er hann ekki enn kominn með leyfi. Hann segir ekki standandi í því fyrir einyrkja að reyna að komast í gegnum eftirlits- og leyfisveitingakerfið. Reyndar er meira en heilt ár liðið frá því að hann vakti athygli á því sem formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda, hversu flókið og dýrt það væri að afla tilskilinna leyfa. Fréttir af þessum flækjum í fyrravor kölluðu á umræðu á Alþingi.

 

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður kom að máli við Bergsvein í skelvinnslunni í Króksfjarðarnesi og spurði m.a. hvort ástandið hefði ekkert skánað síðan í fyrra.

 

„Nei, það hefur ekkert skánað. Það er svona heldur að, sérstaklega Umhverfisstofnun, sé að herða á okkur tökin heldur en hitt,“ segir Bergsveinn.

 

Hann segist fyrst hafa sótt um til Fiskistofu fyrir fimm árum en umsóknin strandað á því að hann lagði ekki fram endurskoðaða rekstraráætlun til þriggja ára heldur bara viðskiptaáætlun. Þegar hann sótti næst um voru komin ný lög og málið í höndum Matvælastofnunar. Hann segist þó hafa góða reynslu af starfsmönnum hennar.

 

Formaður Samtaka atvinnulífsins sagði í fyrra að ný lög um skeldýrarækt ætti frekar að kalla lög um bann við skeldýrarækt.

 

Fréttina í heild og viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Bergsvein má sjá og heyra hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31