31. maí 2016 |
Ekki um að villast ...
Núna á sunnudaginn komu þeir Reynir Þór Róbertsson kaupmaður í Hólabúð og Sveinn Borgar Jóhannesson gistiheimilisrekandi (í hinu gamalkunna húsi Álftalandi nýuppgerðu) þessu myndarlega skilti fyrir við vegamótin þar sem beygt er af Vestfjarðavegi 60 inn á spottann niður að Reykhólum (bundið slitlag alla leið).
Ekki eru nema eitthvað um 200-300 metrar frá gistiheimilinu á Reykhólum niður að Hólabúð. Verslunin er lítil að utan en stór að innan og hefur flest það sem ferðafólk þarf á að halda, hvort sem það eru matvörur eða annað, eða þá bensín og sitthvað fleira fyrir bílinn. Þar er líka framreiddur heitur matur af ýmsu tagi í notalegu horni.